
Alba er heildsala sem flytur inn og selur einungis sjálfbærar og náttúrulegar vörur. Nafnið Alba er upprunalega Latneskt orð og merkir ‘sólarupprás’ og dögun.
Markmið okkar er að auka úrval og eftirspurn af sjálfbærum og náttúrulegum vörum hér á landi með því að gera þær aðgengilegri á íslenskum markaði.
Gildi
Heiðarleiki
Við einblýnum á að vera heiðarleg í öllu því sem við gerum. Gagnsæi og gott upplýsingaflæði er okkur mjög mikilvægt.
Sjálfbærni
Allar þær vörur sem við flytjum inn verða að vera sjálfbærar með sjálfbærni vottun samþykkt af Evrópusambandinu.
Gæði
Við göngum úr skugga um að allar þær vörur sem við flytjum inn séu búnar til úr fyrsta flokks gæðum og standist loforð sín.